Kevin.Murphy hárvörurnar frá Ástralíu voru að bæta við sig, mildar litanæringar – COOL.ANGEL – AUTUMN.ANGEL – SUGARED.ANGEL & CRYSTAL.ANGEL.
BLONDE.ANGEL er einnig talin inn i litanæringarnar en sú næring hefur verið mun á markaðnum.

Þessar litanæringar innihalda mjög milda og létta tóna, hárið fær aukin glans og tónablæ sem viðheldur lit betur og poppar upp ljós lokka.

Colouring.Angels eru eins og gloss en fyrir hárið, það er léttur tónn sem kemur á hárið og engar áhyggjur á því að liturinn verði mjög áberandi, ójafn eða fastur í hárinu. Hann kemur jafn og fallegur á hárið.

Colouring.Angels innihalda fræ olíu frá greipum sem innihalda E vítamín og fullt af andoxunar efnum og feitum aminósýrum sem gefa hárinu raka og glans. Einnig finnum við þykkni frá grænu tei sem hjálpar hárinu að byggja sig upp og yngjast ásamt því að gefa þvi raka og svo er þykkni frá olivu laufum en þau gefa hárinu glans og raka frá einómettuðum fitusýrum og E vítamini. 

E vítamín er fituleysanlegt næringarefni sem finnast í mörgum matvælum. Í líkamanum virkar það sem andoxunarefni, sem hjálpar til við að vernda frumur frá því að skaðast af völdum sindurefna. 

Mikilvægt er fyrir hárið að fá nóg af andoxunarefnum þar sem það fer i gegnum ýmis áreiti bæði umhverfistengdu og svo erum við einnig að lita, blása, slétta og fleirra sem er ákveðið áreiti á hárið. Hjá Kevin.Murphy innihalda allar hárvörurnar hans einhverskonar andoxunarefni til þess að halda hárinu glansandi, fallegu og heilbrigðu.

Colouring.Angels eru góð viðbót við Kevin.Murphy hárvörunar og mæli ég með að prófa þær.
Kevin.Murphu eru paraben og sulphate lausar, ekki prófaðar á dýrum og innihalda ilmkjarna olíur í stað ilmvatns.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa