Mig langar ótrúlega að segja ykkur frá jólahappdrættinu sem við ákváðum að vera með í ár. Okkur langaði ofboðslega að láta gott af okkur leiða og í stað þess að vera með hið hefðbundna jóladagatal fyrir lesendur okkar þá vildum við standa fyrir einhvers konar söfnun þar sem ágóðinn myndi renna til góðgerðarsamtaka sem við ákváðum sameiginlega.

Þetta árið varð Píeta fyrir valinu en það eru sjálfsvígsforvarnasamtök sem vinna gífurlega mikilvægt starf í þágu þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir, ásamt aðstandendum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Þess má geta að forsetafrúin okkar, Eliza Reid, er verndari samtakanna á Íslandi. Samtökin standa fyrir sálfræðiþjónustu og geðhjálp ásamt því að hvetja fólk opinberlega til þess að tjá sig og leita sér hjálpar ef þeim líður illa og eru með sjálfsvígshugsanir. 

Fyrir mitt leiti þá langaði mig að styrkja akkúrat þessi samtök af frekar einfaldri ástæðu: Þrátt fyirir að jólin séu hátíð ljóss og friðar þá eru margir sem eiga mjög erfitt yfir þetta svartasta skammdegi og líður eins og þeir hafi engan að tala við og eru því miður langt niðri. Píeta samtökin eru því nauðsynleg. Einnig missti ég náinn vin árið 2014 sem féll fyrir eigin hendi, en þau jól sem hann hafði tækifæri á þá hélt hann aðfangadagskvöld fyrir þá sem höfðu engan stað til þess að vera á yfir jólin. Því var þetta að mínu mati góður tími fyrir þessa söfnun. 

Jólahappdrættið okkar er þannig upp sett að þeir sem vilja taka þátt geta lagt inn á reikning Píeta samtakanna (sjá fyrir neðan en lágmarkið er 1500 kr til þess að taka þátt). Þeir senda okkur svo kvittun eða skjáskot á tölvupósti ásamt því að merkja færsluna með „Pigment“ eða „Pigment.is.“ Við vildum gera sem flestum mögulegt að vinna sem stærsta vinninga, en samstarfsaðilar okkar gerðu það mögulegt sem við erum ótrúlega þakklátar fyrir.  Þá sem lögðu til vinninga má sjá hér fyrir neðan, en þau voru öll með hjartað á réttum stað.

Til mikils er að vinna, en stærstu vinningarnir okkar eru til dæmis þessir tveir risa pakkar: 

– Berjast Down Parka frá ZO•ON Iceland að andvirði 59.990 kr 
– Angel.Body hárvörupakka frá Kevin Murphy Iceland að andvirði 6.600 kr 
– 60 mínútna andlitsbað hjá Snyrtistofunni Cosy að andvirði 10.800 kr 
– Genifique serum og andlitskrem frá Lancôme Iceland að andvirði tæplega 18.000 kr 
– Berjast Down Parka frá ZO•ON Iceland að andvirði 59.990 kr 
– Risa snyrtivörupakki frá BECCA Cosmetics í boðiArtica að andvirði tæplega 30.000 kr! Í honum eru: Under Eye Brightening Corrector, Sunset Waves sólarpúður, Gold Pop highlighter, Backlight Priming Filter & First Light Priming Filter! 
– Glæsilegt, stórt speglabox frá Snúran að andvirði 8.990 kr 
– Mánuður í Alpha Girls fjarþjálfun í boði Alpha Gym að andvirði 19.900 kr
– Lily Cup tíðabikar að eigin vali frá Modibodi – Túrnærbuxur að andvirði 4.290 kr

Þetta er aðeins hluti af vinningunum, en þar að auki erum við með nokkra pakka sem innihalda hver um sig einhverja af þessum stórglæsilegu vinningum: 

Til þess að taka þátt þarftu að fylgja þessum skrefum: 

– Leggja inn á reikning Píeta Samtakanna (sjá númer að neðan). Lágmarkið er 1500 til þess að taka þátt en að sjálfsögðu er tekið við öllum framlögum 🙏

– Merkja innlögnina með „Pigment.is/ Pigment“ OG senda kvittun/skjáskot á pigment@pigment.is (MJÖG MIKILVÆGT)

– Kvitta undir þessa mynd  (smelltu hér)

Reikningsnúmer Píeta: 301-26-41041 & kennitala 410416-0690 

Taggið endilega vini ykkar eins mikið og þið viljið á Facebook og deilið sem víðast! 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum ykkur innilega fyrir samfylgdina á liðnu ári. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is