Færslan er ekki kostuð.


Magdalena Kristín verður 1 árs þann 9.nóvember næstkomandi
Samfella: Bíum Bíum
Pils: Bíum Bíum
Sokkar: Dimmalimm
Kóróna: Petit.is
Vagn: Petit.is
Kanína: Petit.is

Þar sem að litli demanturinn okkar verður 1 árs í nóvember ákvað ég að fara með Magdalenu Kristínu í stúdíó myndatöku. Við fórum til Huldu Margrétar ljósmyndara sem er algjörlega frábær. 

Það er alls ekki auðvelt að vera með lítinn grísling í myndatöku sem skilur ekkert hvað um er að vera og vill alls ekki vera kyrr. En það var enn erfiðara að velja úr öllum flottu myndunum sem náðust þrátt fyrir mikinn ærslagang. Ég áttaði mig á því að það skiptir töluverðu máli að ljósmyndarinn nái tengingu við barnið til þess að vel takist til. Hulda Margrét var svo ótrúlega þolinmóð og tók sér svo góðan tíma í að ná réttu augnablikunum á filmu.

Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum úr tökunni. Ég læt upplýsingar um fatnað og fylgihluti fylgja með.


Kjóll: Bíum Bíum
Slaufa: Petit.is

Húfa: Feldur Verkstæði
Samfella: Bíum Bíum

Ljósmyndir: Hulda Margrét Photography

Instagram: Hulda Margrét Photography

Þangað til næst,

Anna Ýr

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla