Í apríl fóru ég og kærasti minn 5 daga ferð til Boston. Ferðina gaf ég honum í þrítugs afmælisgjöf í byrjun árs og var tilgangur ferðarinnar að fara á NBA leik. Það hefur lengi verið draumur hjá honum að fara út á leik með Boston Celtics svo ég var búin að kaupa miða á leik Celtics á móti Chicago Bulls.

Ég hafði í rauninni ekki miklar væntingar fyrir leiknum enda mjög lítið körfuboltafan en vá! þetta var þvílík upplifun. Hefði ekki trúað því hvað það er mikil stemming á svona leik, er næstum því farin að plana næstu ferð út á leik.


Gisting

Þar sem þetta var ekki mitt fyrsta skipti í Boston var ég með nokkuð á hreinu staðsetningu sem ég vildi gista á og varð hótelið Sheraton fyrir valinu. Hótelið var alveg miðsvæðis og í göngufæri frá öllu því helsta sem var á planinu hjá okkur. Innan af hótelinu var hægt að labba yfir í eitt flottasta mall Boston, og ekki skemmdi fyrir að hafa Starbucks og Cheesecake factory í lobbíinu. Mæli hiklaust með þessu hóteli.

Búðir

Boston er fullkomin staður til að missa sig í verslunum. Mér finnst snilld að byrja á að fara í outlettin því þar er hægt að gera bestu kaupin og mæli ég mest með Premium outletinu sem er í Wrentham village, um það bið hálftíma frá miðbæ Boston. Í því outleti eru allar helstu merkjavörubúðir, íþróttamerki og barnafatabúðir. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að það er nauðsyn að taka frá lágmark 8 klst í þessu outletti, úrvalið er það mikið. Annars finnst mér líka frábært að versla á Newbury Street og í Providence Place mallinu.

Ég fór út í þeim tilgangi að finna mér brúðarkjól fyrir komandi brúðkaup í ágúst. Ég byrjaði á því að fara í mátun í búð sem heitir BHLDN sem er búð sem sérhæfir sig í kjólum í Bohemian stíl. Þjónustan sem ég fékk í búðinni var alveg framúrskarandi og fann ég hin fullkomna kjól þar á mjög stuttum tíma. Ef þið eruð í brúðarkjóla hugleiðingum mæli ég mikið með BHLDN en hún er staðsett á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum.

Við nýttum tækifærið og versluðum allt sem við gátum fyrir brúðkaupið okkar og kom búðin Party City sterkt inn, hún er svona eins og Partýbúðin nema á sterum. Það er gjörsamlega hægt að fá allt þar og á hlægilegu verði.

Matur

Mínir uppáhalds veitingastaðir í Boston eru Lolita Cocina sem er mexíkanskur staður þar sem er alltaf mjög mikil stemming, tilvalið að fara þangað ef planið er svo að kíkja á næturlífið.
Top of the Hub er líka einstakur staður, hann er á 52. hæð þar sem útsýnið er yfir alla borgina. Mjög góður matur og skemmtileg upplifun.
Fyrir góðar steikur er Ruth’s steakhouse líka virkilega góður staður.

Takk fyrir mig Boston!

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!