Janúar er mánuður þar sem margir ákveða að taka sig á í mataræði og byrjar aftur að hreyfa sig eftir hátíðarnar. Ef ég hef lært eitthvað í mínum heilsuátökum í gegnum árin þá er það að mataræðið er stærsti parturinn af því að ná árangri. Það er alveg sama hversu mikið maður djöflast í ræktinni, ef mataræðið er ekki tekið í gegn samhliða þá verða litlar breytingar. Að byrja daginn á hollum og góðum morgunmat getur oft orðið til þess að við grípum síður í sætindi yfir daginn, því langar mig að deila með ykkur uppskrift af hafragraut sem ég fæ mér reglulega. En ég skipti oft á milli þess að fá mér hafragraute að chiagraut.

PRÓTEINRÍKUR HAFRAGRAUTUR

1/3 bolli hafrar

2/3 bolli vatn

1 msk chia fræ

1-2 msk kanill

4 dropar vanillu stevia

1/3 bolli eggjahvítur

Hafrar, chia fræ og vatn eru sett saman í pott og látið sjóða. Bætið við kanil og vanillu steviu, það má líka nota vanilludropa. Þegar grautinn er farin að sjóða er eggjahvítunum helt út í – hér þarf að passa upp á að hræra öllu vel saman svo það myndist ekki kekkjir. Það er líka hægt að nota heilt egg. Þegar það er búið að hræra þessu vel saman þá er hægt að láta þetta standa aðeins í pottinum eða taka hann beint af hellunni. Svo er bara að skella grautnum í skál og njóta.

Mér finnst gott að setja fersk ber út á grautinn, en ef ég á til dæmis frosin bláber þá finnst mér gott að setja þau út í þegar ég hef bætt eggjahvítunum í grautinn.

 

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.