Eins og Gunnhildur talaði um í færslunni sinni var haft samband við okkur, ásamt fleiri bloggurum, og boðið okkur að taka þátt í DIY jólaáskorun A4 í samstarfi við Skreytum Hús (sjá hér). Ég elska allt DIY eins og kannski sést á færslunum mínum hingað til og var því mjög spennt yfir því að hafa fengið að vera með. Ég mæli með að líka við síðuna þeirra, A4 hannyrðir og föndur til að fylgjast með öllu ferlinu. Önnur frábær blogg tóku einnig þátt í áskoruninni, en linkana á þau má finna í færslunni hennar Gunnhildar (sjá hér).15086235_10210435842785708_1896533811_n

Áskorunin var sú að við máttum koma til þeirra í A4 og velja okkur það sem við vildum til að föndra eitthvað jólalegt. Úrvalið hjá þeim af allskyns föndurdóti er rosalega mikið og þar sem ég var ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætlaði að búa til labbaði ég út með hreindýr, snjómálningu, gervisnjó, blúndur, borða og fjaðrir. Eina sem ég var búin að ákveða var að ég ætlaði að hafa þetta í „rustic“ stíl.

Það sem ég endaði á að gera var aðventukrans, jólalukt úr kókosolíukrukku og jólalegar glerkrúsir.

Ég keypti alveg hvít kerti í IKEA og málaði á þau með snjómálningunni úr A4 næstum alla leið upp til að fá grófari áferð á þau (það kviknar ekki í málningunni, ég gerði tilraun). Merkimiðarnir með tölunum eru einnig úr IKEA en ég batt þá á kertin með fíngerðu reipi og setti svo fjaðrirnar og blúnduna yfir.

15086821_10211126958712640_1260309709_n

Snjómálningin komin á könglana.

15139535_10211126959152651_1976860192_n

15128730_10211130612443981_230844290_n

15151235_10211130612403980_22567905_n

Aðventukransinn tilbúinn.

15087000_10211130611963969_1518581216_n

Sollu kókosolíukrukka orðin að krúttlegri kertalukt.
Ég setti svo sjávarsalt í botninn þar sem ég kláraði gervisnjóinn.

15174610_10211130611843966_1276559751_n

15139533_10211126960752691_803506721_n

 

15151017_10211130612203975_1082871120_n

Fannst þessi sjúklega sæti jólasveinn úr IKEA eiga skilið að fá sér mynd.

Þetta var ótrúlega skemmtileg áskorun og ég get ekki beðið eftir að setja upp jólatréð, restina af skrautinu og jólunum sjálfum sérstaklega þar sem þetta verða fyrstu jólin með litlu stelpunni okkar <3

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.