-Varan var fengin að gjöf
Að finna æfingabuxur sem uppfylla öll helstu skilyrði getur reynst erfitt.
Mín eru þau að þær mega ekki renna ekki niður þegar maður hleypur eða gerir æfingar, eru flottar og ekki gegnsæjar á rassinum.
Ég er því mjög spennt að segja ykkur frá æfingabuxum sem ég fékk um daginn frá
Start Sportswear.
Buxurnar eru hannaðar á Íslandi af henni Önnu Sóley og þær eru ekki bara sjúklega flottar og á fáránlega góðu verði heldur eru þær ekki neitt gegnsæjar, halda mjög vel að og eru háar í mittið með reim að innanverðu.
Ég er búin að fara að hlaupa, lyftingaræfingu og í tíma í heitum sal í þeim og þær haggast ekki allan tímann!
Týpan sem ég fékk mér heitir L.A. og kosta aðeins 6.990 kr.
Ég mæli með að kíkja á heimasíðuna þeirra www.n.is og skoða úrvalið.
En með því að nota afsláttarkóðann „Pigment“ fá lesendur okkar 15% afslátt af pöntununum sínum.

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.