Sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér sem meðlæti og oftast eru þeir ofnbakaðir. Ég hef prófað mig mikið áfram undanfarin ár með þessa auðveldu uppskrift og þetta er sú blanda sem mér finnst hvað best. Pabbi minn sem er kokkur kenndi mér að gera þetta í upphafi, en ofnbakaðir kartöflubátar og rótargrænmeti hafa verið vinsælt meðlæti í fjölskyldunni minni.

Hægt er að útfæra uppskriftina eftir smekk og bæta við öllu rótargrænmeti/laukum sem þið viljið!

Innihaldsefni (meðlæti fyrir ca 4): 

  • 2 sætar kartöflur, skornar í báta/þykka strimpla
  • 1 rauðlaukur, skorinn í báta og tekinn í sundur
  • 1 askja sveppir, skornir í helminga
  • Salt
  • Pipar
  • Ólívuolía
  • Rósmarín

Aðferð: 

Skerið grænmetið og setjið í eldfast mót. Hellið ólívuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og smá rósmarín. Bakið við 190° í um 30-40 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar að innan.

Þetta meðlæti hentar mjög vel með öllum kjúklingi, steikum og fiski!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is