Færslan er ekki kostuð 

Þá er komið að herrunum í lífi okkar. Hvort sem það er kærasti, eiginmaður, bróðir eða faðir þá ættu allir að geta fundið eitthvað á þessum lista fyrir karlmennina í sínu lífi.

Jólagjafahugmyndir í flestum verðflokkum

Ég reyndi að hafa eitthvað sniðugt í flestum verðflokkum (nema kannski þeim allra hæstu og lægstu) svo að fólk gæti dundað sér við að skoða og láta hugann reika. Svo vakna kannski einhverjar skemmtilegar hugmyndir í kjölfarið.

  1. Obsessed frá Calvin Klein er einn af betri karlmannsilmum sem ég hef fundið lengi. Hann er mildur, sportlegur og gæjalegur og hentar vel hversdags eða fyrir ungu herrana. Fæst í helstu apótekum og verslunum Hagkaupa
  2. Það er klassískt að gefa góða peysu, en þessi fjölnota Therma Sphere æfingapeysa frá Nike myndi slá í gegn sem mjúkur jólapakki. Fæst hér
  3. Karlmenn eru með húð rétt eins og við konurnar og ættu því að hugsa jafn vel um hana. Andlitsskrúbburinn úr karlalínunni frá Clinique er ótrúlega góður og tilvalinn til að nota í sturtu til að taka dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni. Fæst í helstu apótekum og verslunum Hagkaupa
  4. Góð húfa er gulls ígildi og Jordan merkið stendur alltaf fyrir sínu. Þessi er bæði flott, hlý og sportleg. Fæst hér
  5. Nike Air Zoom Structure 21 voru upphaflega hugsaðir sem hlaupaskór en eru það flottir að hægt væri að nota þá hversdags og með þægindin í fyrirrúmi. Fást hér
  6. Í fyrra gaf ég kærastanum Hugo Boss trefil sem sló svo sannarlega í gegn, en mér finnts jólin tilvalin tími til að gefa eitthvað sem manneskjan myndi mögulega ekki tíma að kaupa sér sjálf. Eins og til dæmis merkjavörutrefil. Fæst í Herragarðinum og BOSS búðinni Kringlunni
  7. Úlpurnar frá ZO-ON standa fyrir sínu og Orri Down Parka hefur getið sér gott orð sem aðal úlpan til þess að eiga í vetur, en hún er sérstaklega hlý og virkilega flott. Fæst hér og í verslunum ZO-ON Kringlunn og Bankastræti
  8. Harðir pakkar eru einnig alltaf vinsælir hjá stráknunum og heilsuúr hafa verið mjög vinsæl undanfarin misseri. Samsung Gear Fit 2 Pro sameinar alla helstu eiginleika sem gott heilsuúr þarf að hafa og þú getur notað það til að spila tónlist. Fæst hér
  9. Annar ilmur sem mér finnst mjög góður er Stronger With You herrailmurinn frá Armani. Hann er léttkryddaður og aðeins meira spari en Calvin Klein ilmurinn. Fæst í helstu apótekum og verslunum Hagkaupa
  10. Fallegir leðurhanskar ættu að vekja mikla lukku hjá flestum karlmönnum sem og kvenmönnum, en Börkur hanskarnir úr Feldi eru ekki bara fallegir heldur hlýjir líka og fóðraðir með ull. Þar að auki geturðu notað snjallsíma á meðan þú notar þá. Fást hér

Þetta eru bara hugmyndir, en munum svo líka að það er hugurinn sem gildir og gjöf þarf ekki að vera dýr til að teljast falleg og til að koma frá hjartanu. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is