Færslan er unnin í samstarfi við Daniel Wellington

Þið vitið líklega af aðdáun minni og margra annara á Daniel Wellington úrunum. Þau eru falleg, stílhrein, hægt að fá í ótal gerðum og að ég held með þeim fyrstu af þessari vinsælu, minimalísku úratísku.

Ég og Sammi vorum svo heppin að fá sitthvort úrið að gjöf frá Daniel Wellington um daginn en þar að auki fékk ég líka fallegt armand í stíl við úrið mitt. Við völdum okkur bæði Cornwall gerðina með svartri skífu og svartri tauól, en ég fékk mér Classic Petite gerðina í rósagylltu með 32 mm skífu. Sammi fékk sér stærra úr; silfurlitað með 40 mm skífu sem passar honum rosalega vel.

Ég er með algjört úrablæti og á orðið nokkur, en ég hef ekki sleppt takinu af þessu síðan ég fékk það! Svo finnst mér armbandið ótrúlega smart sem fylgihlutur með.

Jólatilboð og afsláttarkóði

Hægt er að fá gullfallega gjafasett á heimasíðu Daniel Wellington um þessar mundir þar sem þú getur valið það úr og annað hvort armband eða aukaól með sem hentar best og fengið sent heim að dyrum í fallegum gjafakassa. Enn er tími til að panta og það tekur einungis nokkra daga að fá vöruna senda. Þar að auki er 10% afsláttur af öllum gjafasettum og með kóðanum PIGMENT15 fáið þið 15% auka afslátt!

Ég mæli eindregið með að kaupa úrið í jólapakkann hjá Daniel Wellington – þau sóma sér vel á hvaða úlnlið sem er! Facebook síðu þeirra með frekari upplýsingum má finna hér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is