Færslan er ekki kostuð 

Strákarnir mega auðvitað ekki vera útundan hér á Pigment og því ákvað ég að fara á stúfana og gera eina eldheita færslu um herratrendin árið 2017 í fatnaði, skóm og ilmum. Þetta eru allt hlutir sem mér finnst ótrúlega fallegir og mætti kannski segja að þetta væri einskonar óskalisti fyrir kærastann minn. Ég hef miklar skoðanir á því hvernig hann klæðir sig og er einstaklega heppin að við deilum nánast sama smekk á tísku. Við erum einmitt að fara til Kanada núna í næstu viku og mér þætti ótrúlega gaman að grípa eitthvað af þessum lista fyrir hann úti.

1.YSL L’Homme Sport/Fæst í apótekum og verslunum Hagkaups 2. Hugo Boss Ambassador úr HÉR 3.  Adidas Ultra Boost St skór HÉR 4. Ganesh Twill fóðraður blazer HÉR 5. Zara Chino buxur HÉR 6. Zara Seersucker skyrta HÉR 7. Gucci Guilty Absolute/Fæst í apótekum og verslunum Hagkaups 8. Adidas Gazelle skór HÉR 9. Vagabond Linhope HÉR 10. Kevin Murphy Nightrider hármótunarefni sjá HÉR 11. Zara Jacquard Polo bolur HÉR 

Sumarlegir sportilmir – Ef það er eitthvað sem hver karlmaður ætti að mínu mati að eiga alltaf uppi í skáp, þá er það gott ilmvatn. Ilmvötn eru árstíðarbundin og flestum finnst gott að skipta yfir í léttari og sportlegri ilmi þegar það fer að vora. Þessi frá YSL er á innkaupalistanum þessa dagana.

Úr með lituðum skífum – Ég er með einhverskonar blæti fyrir fallegum karlmannsúrum en litaðar skífur eins og bláar, gráar og svartar hafa verið að skora hátt undanfarið.

Léttir strigaskór – Mér finnst alltaf orðið meira varið í Adidas og finnst þessir frá Adidas fullkomnir fyrir strákana sem hversdags strigaskór – eða í ræktina.

Ljós blazer – Hvítir, sand og beige litir verða mjög heitir í sumar og það er nauðsynlegt að eiga flottan hversdagsblazer. Þennan fann ég á Nordstrom en hann er einmitt á útsölu núna!

Kamellitaðar eða hvítar buxur – Léttar buxur eru alltaf flottar á vorin og Zara kom út með trylltar buxur í mörgum litum fyrir sumarið.

Röndótt – Röndóttar flíkur verða eldheitar í sumar og þessi skyrta frá Zara finnst mér fullkomin en hún er röndótt, fallega blá og úr þunnu efni sem er kjörið fyrir heitara veðurfar.

Töff leðurilmir – Ég fann lyktina af Gucci Guilty Absolute um daginn en Jared Leto er andlit ilmsins sem er ótrúlega áhugaverður og sérstakur, en hann er nýkominn í verslanir. Ég sé alveg fyrir mér að bæði grjótharðar „Kormákur&Skjöldur“ týpur, eldri menn og töffarar muni fíla þennan ilm sem er þurr, sterkur og með miklum leður- og viðarkeim ásamt kryddum.

Hvítir strigaskór – Sennilega eitt af því sem stendur hvað mest upp úr núna. Það eru allir í hvítum strigaskóm um þessar mundir en þeir ganga við allt og eru bæði mínimalískir og klassískir. Adidas Gazelle skórnir urðu fyrir valinu hjá mér í þetta skiptið.

Vel mótað hár – Það er alltaf í tísku, en ég mátti til með að setja þetta uppáhalds hármótunarefni kærastans á listann. Þetta vax inniheldur mikið hald svo að hárið er stíft en alls ekki hart þannig að maður nær að greiða í gegnum það (hans orð).

Rúskinnsskór – Rúskinn er orðið mjög áberandi núna í skótískunni fyrir herra en það er hægt að fá fallega götuskó úr rúskinni í mörgum efnum og gerðum. Dökkblár er svo alltaf skotheldur og þessir Vagabond skór eru á mjög góðu verði.

Polo bolir – Þessir klassísku bolir verða heitir í sumar og margir ættu að taka gleði sína yfir því þar sem að þeir eru bæði snyrtilegir og þægilegir. Ég mæli með því að skoða úrvalið í búðunum en þessi úr Zara greip mig strax.

Ég held að við séum einfaldlega komin með innkaupalistann fyrir Montreal – er það ekki bara?

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is