Þá eru þeir loksins komnir eða þeir komu nú fyrir smá stund síðan ég bara gaf mér ekki tíma í að skrifa færslu um þá. En þetta eru sumsé skórnir sem ég leitaði að úti um allt á netinu og fann þá loksins á sneakAvenue.

Senda núna til Íslands

Þeir sendu þó ekki til Íslands svo ég fékk að senda þá til bróður hans Bjarka í Svíþjóð. Í samskiptum mínum við sneakAvenue spurði ég þá hvort þeir væru ekki til í að senda til Íslands þar sem skó úrvalið hjá þeim er mjög gott. Og viti menn, daginn eftir að ég var búin að ganga frá pöntuninni minni sendu þeir mér línu um að þeir væru búnir að bæta Íslandi á lista yfir lönd sem þeir senda til. Svo fyrir ykkur sem hafið áhuga, ekki hika við að skoða síðuna! Þessi færsla er ekki á neinn hátt unninn í samstarfi við snekAvenue heldur langaði mig bara að deila þessu með ykkur.

Spenningur fyrir æfingum

Ég á þó enn eftir að prufu keyra skóna, en eins og einhverjir vita geng ég ekki mikið í lit. En mér finnst þó auðveldara að vera í lit þegar kemur að íþróttafötum og aldrei að vita nema ég skelli mér í þeim á æfingu fljótlega. Ég byrjaði að mæta aftur í ræktina fyrir nokkrum vikum, eftir margra mánuða fjarveru en ég hef verið dyggur stuðningsaðili World Class síðan í janúar. Síðastliðnar vikur hef ég verið að mæta í buttlift og hotfit sem er mjög ólíkt mér því ég þoli ekki gufu eða hotjóga. Mögulega því ég er eins og stekkjarstaur, en hotfit finnst mér allt öðruvísi og mæti tvisvar sinnum í viku ef ég hef færi á. Buttlift er svona „gott vont,“ sérstaklega þegar Olga Helena er að kenna – hún er svakaleg! En ég elska samt að mæta í tíma hjá henni, þar kemst maður sko ekki upp með neitt hálfkák!

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.