Ég er að elska þessa „sneaker“ tísku og ekki skemmir fyrir hvað er þægilegt að labba í góðum strigaskóm. Ég ákvað að taka saman nokkra af mínum uppáhalds í myndum hér fyrir neðan. Þeir eru flestir frekar hlutlausir en ég pantaði mér þó eina fyrr í mánuðinum sem eru í litnum ,,bright melon“. Þeir verða held ég fyrstu skórnir sem ég eignast í lit. Ég mun segja ykkur betur frá þeim í annarri færslu ásamt myndum!

Það er hægt að fá strigaskó héðan og þaðan, en til dæmis keypti ég tvö Adidas pör á ASOS um daginn sem kostuðu um 13 þúsund hingað komnir!

Ég elska tilfininguna þegar ég fer í hvíta strigaskó – þá er sko komið sumar!

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.

Deila
Fyrri greinELSKU RIMMEL
Næsta greinZEBRABÖRN