Heitt trend sem byrjaði árið 2016 og helst enn sjóðheitt núna kemur frá 80’s og 90’s tímabilinu en það eru stórar hettupeysur og gallabuxur, helst ljósar eða svartar og jafnvel rifnar.

Eitthvað sem við kölluðum kósýpeysur eða fórum út í sjoppu eða í ræktina í er komið núna út um allt og allir eru að rokka þetta nýja trend.
Kosý heima-hettupeysan er komin á götuna og inn í tískuheiminn.

Ég er að fýla þetta look, þetta er afslappað en samt töff.
Margar stelpur eru að nota netasokkabuxur til dæmis undir rifnar gallabuxur til að gera þetta aðeins skemmtilegra.

Til eru svo margar gerðir og það er endalaust úrval af hettupeysum til með rennulás eða án, stuttar hettupeysur, peysur með skemmtilegum mynstrum eða „old school“ peysur.

Ég er mikill aðdáandi af hettupeysum og var ég nýlega að panta mér stórar hettupeysur af síðunni Electro Threads en þar geturu fundið skemmtilegar og litríkar hettupeysur ásamt fleiru fyrir þá sem vilja mikla liti í sitt líf. Þetta eru peysur sem fara upp á nýtt level.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa