Vörurnar voru fengnar að gjöf frá Sugar Skin Garments.

Sugar Skin Garments

Draumórar Sugar skin Garments eru að hver kona er drottning og hefur möguleika að lifa sem slík í daglegu lífi full af ljóma og tign. Sugar skin Garments framleiðir gæða undir- & náttfatnað með þau skilyrði að veita viðskiptavinum sínum bestu möguleg gæði. Stíllinn er virkilega fallegur & höfðar ótrúlega vel til mín; kvenlegur og elegant. Einnig eru þeir með brúðkaups línu sem er ótrúlega rómantísk og falleg sem hentar fullkomlega fyrir stóra daginn.

Mynd: Ása Bergmann

Fyrirtækið er stofnað og er starfrækt í Lettlandi. Flíkurnar eru mjög einstakar þar sem hver flík er handsaumuð og gefur því manni einstaka upplifun. Hönnunin er mjög kvenleg og tignaleg einsog þeirra markmið er að viðskiptavinum sínum líði.

Ég fékk fyrir ekki svo löngu síðan sendan pakka frá Sugar Skin garments sem innihélt vörurnar: Marshmellow robe’ og ‘Candy mix’ box

Mynd: Ása Bergmann

 ‘Marshmellow robe’

‘Marshmellow robe’ er hágæða silki sloppur sem ég er gjörsamlega ástfangin af, virkilega falleg hönnun. Liturinn, efnið og sniðið hentar mér svo ótrúlega vel og nota ég mjög mikið. Kemur sér ótrúlega vel fyrir mig að vera með stuttar ermar og skemmir ekki fyrir að það er falleg blúnda á ermunum. Síddin á sloppnum hentar mér ótrúlega vel þar sem ég er ekkert sérstaklega há og lendi ég svo ótrúlega oft í því að sloppar eru síðari en ég hefði viljað. Marshmellow robe hentar mér fullkomlega og mæli með. Mæli eindregið með að handþvo flíkina til að venda gæðin í efninu.

 

Mynd: Ása Bergmann
Mynd: Ása Bergmann
Mynd: Ása Bergmann
Mynd: Ása Bergmann

 ‘Candy mix’ box

‘Candy mix box’ er askja sem inniheldur 3 nærbuxur úr hágæða blúndu eða silki. Eins og nafnið á vörunni gefur til kynna þá er hægt að kaupa öskju með bæði silki og blúndu nærfatnaði. Nærbuxurnar eru ótrúlega þægilegar og sitja vel, þær eru ekki með of þröngan streng sem gerist ótrúlega oft með undirfantað. Ég fékk þær í 3 mismunandi litum; hvítar, svartar & brúnar. Mæli einnig með handþvotti fyrir þessa flík.

Mynd: Ása Bergmann
Mynd: Sugar Skin Garments
Mynd: Sugar Skin Garments

Mæli með að kíkja í vefverslunina og skoða úrvalið sem er í boði. Það er frí heimsending innan Evrópu við kaup fyrir 100 € eða meira. Upplýsingar varðandi
sendingu og skilareglur er að finna á heimasíðu Sugar Skin Garments.

Sugar Skin Garments eru virk á samfélagsmiðlum og má finna bæði á
Facebook & Instagram. Einnig getið þið fundið fundið innblástur á Instagram
undir myllumerkingunum: #SugarSkinGarments #SugarGarments

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com

Deila
Fyrri greinSkrímslið
Næsta greinBabylights