Ég var að koma úr draumaferð á Maldives eyjum. Við parið skelltum okkur í tvær vikur þar sem við vorum að kafa og slaka á. Það stórkostlegasta sem ég sá var Manta Ray!

Áður en ég fór var ég að leita mér af sundfötum og hafði Hafsport samband við mig.
Þau eru með sundföt frá Fourth Element og fékk ég að koma og velja mér sundföt hjá þeim.

Ég er mikil dýravinur og hugsa ég mikið um aðra í kringum mig. Umhverfið okkar er okkar heimili og þurfum við að hugsa vel um það hvernig við komum fram við það. Það eru miklar og alvarlegar breytingar í gangi í heiminum okkar og erum við að upplifa hættulega tima út af góðurhúsaáhrifum. Það sem við gleymum oft er að það endar allt í sjónum.
Þau hjá Hafsport sögðu mér hvað Fourth Element stendur fyrir og ég varð svo heilluð.

Fourth Element endurvinnur fiskinet og plast sem kafarar týna og finna í sjónum og breyta því í Econyl sem þau nota svo í að búa til sundfötin sín.

“ We believe, looking to the future, that the issues that surround the destruction of our seas go far beyond just abandoned fishing nets. Being ‘OceanPositive’ spans from not just what we do in the ocean but also what we do in our everyday lives.“

U.þ.b. 635 milljón kíló af rusli fer út í sjó á hverju ári sem ógnar og eyðileggur sjávarlíf allstaðar í heiminum. Sums staðar í hafinu þar á meðal Mexikóflóa og í Eystrasaltsjó (Baltic Sea) hafa myndast svæði sem eru kölluð „Dead Zone“. Ýmindaðu þér sjóin án kórals, án lífs og hringrásar.

Fourth Element sundfötin eru mjög flott og þæginleg. Þér líður vel í þeim bæði þar sem þau eru þæginleg og þú veist að það er verið að bjarga og gera góða hluti í leiðinni.

Þeir hjá Fourth Element eru ekki bara að endurvinna plast heldur eru þeir mjög meðvitaðir um umhverfisáhrifin af öllu sem þeir framleiða. Þeir eru i samstarfi við stofnanir og samtök eins og World Animal Protection, Global Ghost Gear Initiative (GGGI) og Cornwall Seal Group Research Trust sem styrkja Fathoms Free, sem eru áhugusömu dýravinir okkar sem hjálpa til við að hreinsa strendur og kafa eftir rusli.

Fourth Element horfir til framtiðar og eru að taka með litlu skrefum með stefnuna að betri heim.

Læt fylgja með video af Manta Rays sem ég fór að kafa með á Maldives en þessar risa skötur eru ein af þeim sjávardýrategundum sem eru í útrýmingarhættu.

Hægt er að fræðast meira um Fourth Element hérna

Hafsport er með mikil úrval á litum og gerðum, sundboli, bikini og sundföt fyrir herrana líka.

Hafsport ætlar að gefa ykkur afslátt á netverlsunni þeirra af Fourth Element sundfötum með kóðanum katrinsif – Gildir út febrúar

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa