Kannast fleiri við það að vilja hoppa á milli þess að vera einhverju þæginlegu og að vera vel til fara? Ég er ein af þeim sem einn daginn vill vera í víðri þæginlegri peysu og strigaskóm og hin daginn hælum og blaser til dæmis. Lengi vel fannst mér að ég gæti ekki verið í hettupeysum, því ég væri fullorðin og fullorðið fólk ætti nú að klæða sig á viðeigandi hátt. Svo ég setti sjálfa mig í hettupeysu bann, þar sem ég bannaði mér að kaupa hettupeysur í nokkur ár – því ég var jú orðin fullorðin! En sem betur fer rankaði ég nú við mér og fór að klæða mig eins og mig langaði til og í dag klæði ég mig eftir skapi og veðri.

Uppáhalds buxurnar


En mig langaði að deila með ykkur uppáhalds buxunum mínum, þær heita Jillian og eru frá merkinu Kaffe. En það sem ég elska við þær er að þær eru ,,fancy in the front, comfy in the back“, þær eru sem sagt eins og draktar buxur að framan en að aftan eru þær úr mjúku jogging efni! Þær eru „loose“ og smá þröngar um kálfana og háar í mitt og er hægt að nota þær við öll tilefni. Ég nota þær bæði í skólann, hvort sem ég er í viðri Adidas peysu og strigaskóm eða eins og hér á myndunum.

Buxurnar fékk ég í MOMO konur, en þær eru nýfluttar á 1.hæð í Kringlunni – fyrir aftan Kaffitár, en voru áður á Garðartorgi. Ég á bæði svartar og dökkgráar buxur og ætla næla mér í ljós gráar hjá þeim fyrir sumarið, einnig keypti ég skóna sem ég er í hjá þeim. 

15% AFSLÁTTUR MEÐ KÓÐANUM: PIGMENT18

Það sem ég elska við þær hjá MOMO er hvað þjónustan er persónuleg og vörurnar hjá þeim eru á sanngjörnu verði. En í samstarfi við MOMO konur fá lesendur Pigment 15% afslátt  af Jillian buxum í netverslun og verslun. Kóðinnn gildir út mánudaginn 29.janúar.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.