Færslan er unnin í samstarfi við Zo-On á Íslandi og úlpan var fengin að gjöf

Já þið lásuð rétt. Ég vitnaði í bestu þætti allra tíma í þessari fyrirsögn, enda enginn tími betri til þess heldur en akkúrat núna. Svo var ég líka að fá nýja úlpu sem gerir mig einstaklega hamingjusama þar sem að ég er algjör kuldaskræfa og þarf helst að klæðast svefnpoka sem þolir -50 gráðu frost á veturnar til þess að eiga séns í kuldann.

Whatever The Weather

ZO•ON Icleand er merki sem er komið í mikið uppáhald hjá mér undanfarið, en gæðin finnst mér einstök og lúkkið á flíkunum er hrikalega flott. Mottóið þeirra er „Get Out There – Whatever The Weather“ sem er hverju orði sannara þar sem að maður finnur bókstaflega allt hjá þeim, hvaða veður sem um ræðir.

Berjast Parka

Ég ákvað að fá mér úlpu sem nefnist Berjast Parka, en hún er ótrúlega fjölnota og virkar í hvaða veðri og umhverfi sem er. Eins og þið sjáið á myndunum er hún líka bara tjúllað flott! Mig vantaði einmitt einhverja slíka þar sem að ég fer mikið út fyrir borgina í göngur, hvort sem það er vetur eða sumar. Einnig á ég auðvitað hann Dexter labradorhundinn minn sem þarf að fara út hvernig sem viðrar svo að það er ótrúlega gott að vera með góða flík sem hægt er að skella sér í fyrir langa göngutúra. Ég færi reyndar ekki í leðurbuxunum en þær voru bara svo flottar við! Berjast er að sjálfsögðu dúnúlpa sem mér finnst ótrúlega mikill kostur þar sem að hún heldur á manni hita sama hvað! Hér eru nokkrar handhægar upplýsingar um úlpuna (tekið af heimasíðu ZO•ON Iceland):

Vatnshelt Diamondium-efni (5K-5K)
Dúneinangrun (80/20)
Innri vasi fyrir farsíma
Hágæða gerviloðkragi sem má taka af
Klassísk sídd

Talandi um síddina; þá elska ég hana sérstaklega en hún er einstaklega dömuleg í sniðinu og nær niður fyrir mjaðmir og rass en er samt ekki í „kápusídd.“

Á heimasíðu ZO•ON Icleand má einnig finna fullt af öðrum úlpum ásamt öðrum útivistarfatnaði, en vörurnar fást í verslunum ZO•ON í Kringlunni, Bankastræti og á Nýbýlavegi. Einnig getið þið kíkt á þau á Facebook og Instagram.

Peysan og buxurnar (Seven Coated) eru úr Vero Moda en skórnir eru úr Kaupfélaginu.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is