Það tala allir svo vel um ASOS og hef ég hef hitt margar skvísur sem panta sér föt þarna.

Ég versla mér föt svo sjaldan og geri það nánast eingöngu þegar ég ferðast. Ég varð forvitin um daginn og fann mér ástæðu til þess að dekra smá við mig og prófaði að panta nokkra hluti á ASOS.COM.

Ég fékk pakkann í fyrradaga og er ótrúlega ánægð með gæðin! Stærðirnar voru réttar og allt eins og það á að vera.

Ég ákvað að púsla saman því sem ég pantaði mér á ASOS og þú sem ég verslaði mér í H&M um daginn.

 

Peysa: ASOS
Skór: ASOS
Gleraugu: H&M
Hálsmen: H&M

Kjóll: ASOS
Skór: H&M
Spöng: H&M (erlendis)

Sokkar: ASOS

Oversized bleikur stuttermabolur: ASOS
Hálsmen: H&M

Svo keypti ég mér Liquid highlight dropa (bleika og gyllta) og vá hvað ég elska þá! Mæli hiklaust með þeim. Virkilega fallegur ljómi af þeim og auðvelt að setja á sig.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa