Tíminn fyrir kósý peysur og hlýrri fatnað er loksins runninn upp og ég ákvað á dögunum að bæta örlitlu í fataskápinn minn, enda er ég algjör sökker fyrir fallegum haustflíkum. Þetta voru þó frekar lítil kaup í þetta skiptið, enda er ég á leið til Amsterdam með Samma mínum í næsta mánuði og vil spara smá fyrir þá ferð. Mig langaði aðallega í þægileg vinnuföt og eitthvað sem ég gæti mögulega verið í þegar við fljúgum út. Næst mun ég svo setja inn smá óskalista um hvað mig langar að kaupa mér þegar við förum út.

NÝTT FRÁ ASOS

Ég er alveg sjúk í fallegar kósýbuxur um þessar mundir og sérstaklega í tveimur litum. Mér fannst þessar alveg fullkomnar fyrir bæði veturinn og vinnuna, en það er auðveldlega hægt að dressa þær upp og niður. Fást HÉR 

Allt sem er röndótt finnst mér vera fallegt (spurning um nýtt lag?) en þessi Bershka peysa er ótrúlega flott og virðist vera mjög þægileg, en hún var líka á góðu verði! Hún fór því beint í körfuna. Fæst HÉR 

Valið stóð á milli þessarar gullfallegu Selfridges peysu og annarar sem var líka rauð, en eins og margir vita þá er rauður litur litanna í haust og fallegt að blanda honum við aðra hlutlausari liti. Ég hlakka mikið til að klæða mig í þessa! Fæst HÉR

Þið finnið mig á Instagram undir @gunny_birna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is