Fötin keypti ég mér sjálf 

Stundum mætti einfaldlega halda að eyðslugleði mín ætti sér engin takmörk! En annars var mig um daginn farið að vanta annarsvegar fín föt í vinnuna og hinsvegar kjól í tvö brúðkaup sem eru á döfinni í sumar.

Sem betur fer var Sammi í Danmörku nýverið og ég sendi hann bæði í &Other Stories og Monki á strikinu þar sem að hann fann akkúrat það sem mig vantaði þessi elska. Þar á meðal var guðdómleg taska, en mér fannst hún æðisleg til að taka með þegar maður er að fara eitthvert í fínni kantinum. Annars nota ég auðvitað gullfallegu Chloé töskuna mína við þau fínustu. Einnig varð kápa úr &Other Stories fyrir valinu en hún er búin að vera lengi á óskalistanum. Svo féll ég fyrir einni oversized skyrtu úr Monki á bestu vinkonu minni um daginn sem ég bað hann líka um að kaupa. Hann er að vísu uppseldur að mér skilst en ég fann einnig skyrtu í sama mynstri sem er hér fyrir neðan.

Svo fór ég á ASOS og pantaði mér þrjá hluti (er ekki annars skylda að versla á ASOS þegar maður býr á Íslandi?). Svo fannst mér kjóll frá Monki sem ég fann á ASOS æðislegur vinnukjóll og líka hægt að nota hann við fínni tilefni, en hann er klassískur, svartur skyrtukjóll en hann er einnig í gulu neðst í færslunni. Þar að auki fannst mér miðjukjóllinn fullkominn í brúðkaupin í sumar, en hann er ótrúlega fallegur í sniðinu og með geggjuðu mynstri. Ég verslaði mér einnig þennan hálf gegnsæja bol sem mér finnst trylltur, hvort sem ég myndi nota hann í vinnunni eða úti að borða.

Ég mæli með því að smella á myndirnar fyrir neðan til að versla flíkurnar eða skoða þær nánar :)

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is