Eftir að ég varð ófrísk hefur fataskápurinn þurft að taka á sig stærri skell en ég átti von á.  Minn úrskurður er sá að fataskápurinn er  galtómur. Maðurinn minn hins vegar sér þetta í öðru ljósi og finnst fataskápurinn vera aðgengilegur þessa dagana.

Til þess að átta mig betur á því hvaða föt væru í boði dags daglega ákvað ég að pakka niður þeim fötum sem ég kemst ekki í. Ég slapp nokkuð ódýrt út úr þessum pakkningum með því að kaupa nokkra klassíska brúna pappakassa úr IKEA sem fást HÉR.

Á mig runnu tvær grímur þegar mér var boðið í útskriftarveislu bróður míns um daginn og ég áttaði mig á því að ég kæmist ekki í einn einasta kjól í fataskápnum. Úrvalið hér á landi af meðgöngufatnaði er ekkert yfirþyrmandi svo ég ákvað að leita út fyrir landsteinana að sæmilegum kjól. Í leit minni datt ég inn á síðu sem heitir Pinkblushmaternity.com.

Þar er ekki einungis að finna meðgöngufatnað heldur einnig meðgöngufatnað fyrir konur í stærri stærðum og hefðbundinn fatnað fyrir þær sem eru ekki að fjölga sér. Mér finnst fatnaðurinn þar fyrir ófrískar konur einstaklega smekklegur, nútímalegur og líflegur. Pinkblushmaternity sendir því miður ekki til Íslands og þess vegna notaði ég ShopUSA.com til þess að koma þessu heim. Ég var rosalega ánægð með þjónustuna hjá ShopUSA og mæli hiklaust með þeim.

Tengill inn á síðu Pinkblushmaternity

Tengill inn á síðu ShopUSA

Ef þið eruð í vandræðum með að vita í hvaða stærð þið eruð í meðgöngufötum þá er gullna reglan sú að konur eru í sömu fatastærð í meðgöngufötum og þær eru vanar að vera í áður en þær urðu ófrískar.

Ég tók nokkrar myndir af mér í kjólnum áður en ég fór í veisluna og læt þær fylgja með.

Nathan fékk að vera með á einni mynd

Nærmynd af förðuninni
Mér finnst fallegur eyeliner og gerviaugnhár alltaf setja punktinn yfir i-ið

 

Instagram: annayrmakeupartist

Snapchat: annyr

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla