Færslan er ekki kostuð 

Ný árstíð er að ganga í garð og um leið geng ég um kvartandi og kveinandi yfir þeirri staðreynd að ég eigi ENGIN föt (þrátt fyrir að eiga stútfullan fataskáp). Kærastinn minn gerir alltaf grín að mér fyrir þetta en ég held að innst inni sé hann að sættast við þá staðreynd að ég fái líkamleg og andleg fráhvarfseinkenni kaupi ég mér ekki föt reglulega. Eins og margir aðrir langar mig að taka vorhreingerninguna á fataskápinn sem og eldhússkápana, en ég fór á stúfana á dögunum og skoðaði hvað var girnilegt í verslunum, bæði hérlendis og á netinu.

Það er líka ótrúlega heppilegt að ég á leið til Montréal í apríl og á sennilega eftir að festa kaup á einhverju af þessum hlutum þar. Verslanirnar sem heilla mig mest hérlendis akkúrat núna eru MAIA, ZARA, Gallerí Sautján og VILA. Erlendis eru það of margar til að telja upp en ég er ótrúlega heit fyrir hönnunar vefverslunum og Monki, til dæmis.

1. Skyrtukjóll úr MAIA 2. Calvin Klein peysa úr Gallerí Sautján HÉR 3. Rauð kápa úr Monki 4. Mokkasíur úr MAIA 5. Kjóll úr VILA 6. Quay Australia sólgleraugu HÉR 7. Glimmer „slit“ kjóll úr Monki HÉR 8. Marc Jacobs Roxy úr HÉR 9. Tory Burch Robinson Chain veski HÉR  10. Billi Bi mokkasíur GS Skór HÉR

Þessi skyrtukjóll úr MAIA er eitthvað sem ég er kolfallin fyrir. Ég elska þessa búð alltaf meira og meira, en ég var akkúrat að frétta að þau væru að opna bráðum í Kringlunni. Jey!

Við Íslendingar erum ótrúlegir Calvin Klein perrar og mér finnst hlutirnir með gamla „logo-inu“ alltaf flottastir. Þetta „halo logo“ heillaði mig ótrúlega og ég kippi sennilega einni svona með mér úti næst.

Monki er svo alltaf með einhverjar gersemar eins og þessa fullkomnu kápu sem passar algjörlega í vor og sumar.

Ljósbleiku, „nude“ mokkasíurnar úr MAIA eru eitthvað sem ég held að ég þurfi nauðsynlega í skóskápinn fyrir vorið. Fallegar mokkasíur eru málið í ár og ég þyrfti að fara að ná mér í einhverjar.

Þessi fallegi kjóll úr VILA er með æðislegu mynstri sem heillaði mig strax, en fötin þar finnst mér alltaf klassísk.

Mig hefur lengi langað í Quay Australia sólgleraugu og þessi gráu/bleiku heilluðu mig upp úr skónum! Þau eru með speglagleri sem hefur verið órúlega heitt og mun halda áfram.

Þessi kjóll úr Monki er frábær! Hann er kannski dálítið vetrarlegur þar sem að hann er svartur með klimmeri, en sniðið og hversu léttur hann er finnst mér mjög vorlegt. Á honum eru tvær háar klaufar upp sitthvoru megin eftir hliðunum.

Falleg úr eru alltaf flottur fylgihlutur en ég hef reyndar ekki verið að finna mig mikið í úrtískunni sem hefur verið undanfarið hér heima. Ég vil alltaf eitthvað örlítið öðruvísi en allir aðrir og því langar mig mikið að leggja Daniel Wellington úrinu í smástund og fjárfesta í þessu GULLFALEGA Marc Jacobs úri!

Tory Burch töskurnar finnst mér æðislegar en mig langar dálítið mikið í svoleiðis gersemi akkúrat núna. Þessar Robinson keðjutöskur eru ótrúlega sætar og koma í mörgum litum.

Billi Bi… eitt uppáhalds skómerkið mitt. Ef ekki alveg uppáhalds! Ég minntist áðan á nauðsyn þess að eiga fallegar mokkasíur í skóskápnum og mér finnst ansi líklegt að ég fái mér þessar.

Nú er bara að vona að ég vinni í lottóinu fljótlega og geti keypt mér þetta allt saman!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is