Allt í færslunni keypti greinahöfundur sjálfur 

Eftir mjög langa umhugsun ákvað ég að færa mig yfir á breiðara svið sem bloggari og koma með outfit færslur inn annað slagið.

Í þetta skiptið langaði mig að sýna ykkur þrennt sem ég er nýlega búin að fá mér; annars vegar gullfallegan jakka úr VILA en ég féll fyrir honum við fyrstu sýn! Hann gæti meira að segja enn verið til fyrir þær sem eru áhugasamar, en ég myndi þá hafa hraðar hendur því síðast þegar ég vissi var hann mjög vinsæll! Hins vegar þetta dress sem ég keypti mér í VERO MODA í Þýskalandi um páskana, en það samanstendur af af léttum buxum og bol í eins mynstri- fullkomið fyrir sumarið! Blómamynstur verður ótrúlega vinsælt í sumar og þá sérstaklega í stærra lagi. 

image
imageimageimage

Ég hef á tilfinningunni að allt þetta muni verða ofnotað í sumar- enda allar flíkurnar fallegar, vandaðar og þægilegar.

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is