Mynd frá 66north.is

Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir þá var 66°Norður að gefa út nýja línu sem var hönnuð í samstarfi við danska fyrirtækið SOULLAND. Ég sjálf kynntist SOULLAND fyrst í fyrra og heillaði það mig að nokkru leiti. SOULLAND fylgir nútímalegum & skandinavískum stíl með smá töffarastæla að mínu mati.

SOULLAND X 66°NORTH LIGHT SHELL JACKET

Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækin vinna saman. Nýja línan er mjög áhugaverð og er ég  mjög spennt að sjá flíkurnar. 66°Norður og Soulland tókst vel að hanna flíkurnar sem einkennir bæði merkin. Ég sé augljóslega 66°Norður í flíkunum þar sem ég þekki það mun betur en Soulland. Flíkurnar hafa snertu af útivistarstíl og litaval er einnig einkenni 66°Norður. Það sem einkennir Soulland er að flíkurnar eru frekar sniðlausar sem hentar því báðum kynjum og er það er eitt að einkennum merkisins.

SOULLAND X 66°NORTH RUNNING JACKET – FLOWER PRINT

Flíkurnar voru hannaðar með hlaupara í huga og voru þar af leiðandi aðlagaðar að þeirra þörfum. 66°Norður hefur í gegnum tíðina hannað flíkur út frá vinnu & sjóklæðum á Íslandi og við íslensk veðurskilyrði. Þessi lína er hönnuð út frá öðrum aðstæðum og er innblásturinn fenginn frá mildari veðurskilyrðum.

SOULLAND x 66°NORTH FLÍSPEYSA

Hlakka mikið til að kíkja í 66°Norður í Reykjavík í næstu viku til að kanna hvort það verður eitthvað eftir af línunni. Vörurnar eru fáanlegar núna í verslunum og vefverslun 66°Norður. Hægt er að kynna sér línuna á bæði á heimasíðu 66°Norður og Soulland.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com