GLEÐILEGA HÁTÍÐ

Ég hef ekki lagt það í vana minn að kaupa mér ný föt fyrir jólin eða áramótin. Eitthvað hafði ég verið að skoða outfit fyrir jólin á Pinterest, sjá hvort ég gæti ekki púslað einhverju saman sem ég ætti fyrir. En þá datt mér í hug að það væri nú ekki amarlegt að eiga tjull pils!

Eg var eitthvað búin að skoða á netinu en þar sem ég vill að allt gerist strax þá nennti ég ekki að bíða eftir að fá það sent. En ég hafði séð tjull pils á Instagram hjá Andreu sem er staðsett hérna í Hafnarfirði og ákvað að kaupa mér pils hjá henni.

Ég fékk ótrúlega góð þjónustu, eins og í hin skiptin sem ég hef verslað þar. En sú sem afgreiddi mig gaf mér líka góður hugmyndir hvernig hægt væri að dressa púslið upp og gera það “casual.”

Jóladressið var svart tjull pils frá Andreu, svört samfella frá Bershka og svartir hælar frá Missguided.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.