Ég elska að vinna með stelpunum á Sprey Hárstofu, en ég hef átt stöðug viðskipti við þær síðan árið 2011.

Sprey gerir alltaf árlegt/árstíðarbundið collection með greiðslum, litum og klippingum sem unnið er í samstarfi við frábæra ljósmyndara, sminkur, stílista og fagfólk. Myndirnar eru síðan birtar ýmist í tímaritum, á netinu og heimasíðunni þeirra, ásamt því að vera hengdar upp á stofunni. Ég hef nokkrum sinnum komið að þessum tökum með þeim. Þegar þær höfðu samband við mig í ár og báðu mig um að sminka fyrir næstu töku hikaði ég ekki við að samþykkja það, en takan var unnin í samstarfi við Kevin Murphy á Íslandi. Ég farðaði auðvitað með vörum frá MAC Cosmetics sem eru einhverjar af mínum uppáhalds til að vinna með. Snillingurinn Birta Rán tók myndirnar og Sigrún Ásta stílisti á heimsmælikvarða  stíliseraði tökuna. Fyrirsæturnar voru svo endalaust flottar en þær voru frá Eskimo Models.

Myndirnar birtust í Glamour um daginn (þar áður í Bast Magazine) en allir aðilar hefðu ekki getað verið sáttari með árangurinn! Ég vil endilega leyfa þessum frábæru myndum að tala sínu máli.

Ljósmyndari: Birta Rán 
Hár: Katrín Sif & Dagný Ósk með vörum frá Kevin Murphy
Stílisering: Sigrún Jörgensen 
Förðun: Gunnhildur Birna með vörum frá MAC Cosmetics
Fyrirsætur: Jóna Guðbjörg, Hanna Rakel, Liv and Ellen Helena frá Eskimo Models
Sérstakar þakkir: Geysir, Karen Millen, Topshop og Lindex

Við erum allar algjörlega sjúkar í þessar myndir og þið sjáið væntanlega vel afhverju.

Sprey Hárstofa

Sprey er staðsett í Háholti í Mosfellsbæ. Ég elska að koma til þeirra og fá hárdekrið mitt, góðan kaffibolla og tímarit í hendurnar á meðan ég spjalla við þær um daginn og veginn, en þær eru auðvitað allar löngu orðnar vinkonur mínar og kunningjakonur. Það segir líka ýmislegt að fólk úr Reykjavík sé tilbúið að keyra upp í Mosfellsbæ fyrir klippingu. Ég er líka alltaf hæstánægð með hárið mitt þar, hvort sem ég fer til Kötu eins og oftast eða einhverrar annarrar. Allir sem ég hef hitt sem hafa farið í klippingu á Sprey segja sömu sögu; það er glaðlegt og frábært andrúmsloft, góð þjónusta og fagmennska fram í fingurgóma. Ég mæli með því að þið kynnið ykkur stofuna – ég er ekki skuldbundin á neinn hátt til þess að skrifa þessi orð en mér finnst nauðsynlegt að tala um það sem maður er virkilega ánægður með.

Til hamingju stelpur með þennan frábæra myndaþátt!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is