Ég elska Pinterest!

Eru ekki fleiri hérna sem að geta gjörsamlega gleymt sér að skrolla í gegnum Pinterest?

Ég get svo gleymt mér á kvöldin þegar stelpurnar mínar sofnaðar, maðurinn minn líka sofnaður og ég ein frammi í sófa með tölvuna og kósýheit.

Ég er búin að vera að skoða mikið núna „inspó“ fyrir heimilið þar sem ég er nýflutt (og útskírir bloggleysið). Við vorum að stækka aðeins við okkur, mun gera færslu vonandi fljótlega þegar við höfum komið okkur aðeins betur fyrir. Svo er það tískan en haustið er minn uppáhaldstími þegar kemur að tísku og trendi.

Maður finnur allt á Pinterest! Eruð þið ekki sammála?

Ef þú ert ekki á Pinterest þá mæli ég með að þú skellir þér á það núna og eigir notalega stund.

Þið finnið mig á Instagram undir @beggaveigars

*Endilega skellið like-i ef ykkur líkar við færsluna og ég mun vera dugleg að skella í Pinterest inspó færslur!

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.