Velkominn október!

Eins og ég nefndi fyrr á þessu ári í skemmtilegri færslu HÉR að þá var ég að leita mér að góðum oversized leðurjakka. Ég var ekki lengi að mæta í Veromoda þegar ég sá hvað leyndist i nýju sendingunni hjá þeim. Því núna fagna ég, hann er fullkominn!

Hann er ekki úr ekta leðri en samt mjög mjúkur. Ég tók minn í XS, ég myndi segja að þetta séu stórar stærðir því ég get verið í þykkri peysu við hann. Þannig ég er mjög sátt! Hef ekki farið úr honum síðan ég keypti mér hann.

Vöruna keypti greinarhöfundur sér sjálfur

Jakki: Veromoda
Buxur: Veromoda
Peysa: Vila
Toppur: Vila
Skór: Kaupfélagið

Eins og ég nefndi í færslunni frá því í vor að þá er bara eitthvað við þessa blessaða leðurjakka sem dregur fram töffarann í öllum og getum við verið sammála um að þeir eru ekkert að fara úr tísku. Þeir eru komnir til að vera.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.