Færslan er ekki kostuð

Ég held að ég hafi sjaldan fílað neina skótísku jafn vel og hausttískuna í ár. Um þessar mundir eru mokkasíur mjög vinsælar. Ég var búin að vera að leita að hinu fullkomna pari þegar ég datt inn á mögulega fallegustu mokkasíurnar í Bianco.

Fullkomnar fyrir hvaða tilefni sem er

Ég hef bara ekki farið úr skónum síðan ég fékk þá, það er líka svo mikill kostur hvað þeir passa við öll tilefni, hvort sem það er fyrir vinnuna eða við meiri spariklæðnað. Og svo tala ég nú ekki um hvað þeir eru þæginlegir!

Skórnir fást í Bianco kringlunni

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!