Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO-ON á Íslandi

Ég kíkti í dag í ZO-ON á nýjustu vetrarlínuna þeirra. Mér finnst hún alveg einstaklega falleg, en það er flott hönnunin á flíkunum, litirnir hlýjir og skemmtilegir og mjög vel unnar flíkur. Það eru mismunandi snið og týpur af úlpunum, eitthvað sem hentar fyrir alla.

Berjast Down Parka

Jaki Padded Parka

Þrauka Padded Parka

Mjög skemmtileg nöfnin á úlpunum. Allar úlpur koma í fleirum en einum lit og allar eru þær einstakar á sinn hátt.

Einnig kíkti ég aðeins á herradeildina og sá eina úlpu sem maðurinn minn yrði mjög hrifin af og yrði mjög sniðug í jólapakkann til dæmis.

Patti Padded Parka

Annars er þetta snið sem hentar báðum kynjum, mjög falleg úlpa og kemur í fleiri litum.

Úlpan sem fylgdi með mér heim í dag er Mjöll Long Parka

Ég tók hana í þessum fallega græna lit, annars kemur hún í svörtum og mustard gulum líka. Ég mun fljótlega gera dressfærslu með hana svo þið getið séð hversu flott hún er!

Ég er búin að vera að skoða heimasíðuna þeirra: www.zo-on.is og lesa um ZO-ON, hvernig varð merkið til og þess háttar. Svo var ég að velta því fyrir mér hvað ZO-ON þýddi og þá sá  ég þessa útskýringu á heimasíðunni:

ZO•ON ÞÝÐIR FRELSI
Við Íslendingar búum í nánu samneyti við kraftmikla náttúru landsins. Við horfum til heiðskírasta himins í veröldinni – yfir Atlantshafið og í átt til snæviþakinna fjallanna. Þetta umhverfi hefur mótað óbugandi lundarfar Íslendinga – við leitum alltaf að næstu áskorun. Við vitum að viljinn til velgengni er nokkuð sem við deilum með öllu ævintýragjörnu útivistarfólki. Staðfestan í því að koma sér af stað, reyna á sig, mæta mótstöðu og reyna aftur. Við hjá ZO•ON vitum hvað þrautseigja þýðir, því við þurfum að beita henni á hverjum degi. Efnin okkar eru sérútbúin til að takast á við alvöru áskoranir. Við erum í stöðugri leit að frelsistilfinningunni sem fæst með því að stunda útivist. Frelsi sem ekkert jafnast á við.

Ég mæli með að þið kíkjið í ZO-ON og sjáið þessa flottu vetrarlínu, einnig er svo miklu meira úrval af allskonar útivistarflíkum. Einnig er hægt að versla og sjá úrvalið á heimasíðu þeirra.

Ég er allavega mjög til í veturinn sem nálgast óðum!

Insta: @beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.