Lágir snúðar, nátturulegir liðir, millisídd, hattar og sólkysstir endar eru áberandi í New York þessa vikuna.

Fashion Week er núna í gangi í New York og mér finnst alltaf gaman að skoða götutískuna sem sést um alla borgina þessa vikuna. Hægt er að fylgjast með því á Snapchat undir Discover og á Instagram NYFW (#nyfw).

Mikið er um hnakkatögl og snúða, einnig má sjá sólkyssta enda og nátturulega liðað hár.
Fatatískan er mjög skemmtileg og er 90’s tískan komin sterk inn aftur með smá bland frá 70’s tímabilinu.

Gaman að sjá litrik föt, útvíðar buxur og mikið er um „oversized“ dress með pífum. Háar buxur og pungur (fannypack) er víst algert möst að eiga.

Hérna eru nokkrar myndir af götutískunni.

Hattar og húfur eru áberandi.

Lágir snúðar og hnakkatagl

Nátturulegir liðir og millisídd

Sólkysstir endar.

Myndirnar fann ég á Pinterest og á google

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa