Ég kíkti í elsku uppáhalds Vila um daginn. Ég vann í Vila í mörg ár og hún mun alltaf vera ein af mínum uppáhalds búðum.  Ég sá á Facebook síðunni í nýjustu sendingunni fyrir helgi buxur sem voru nánast með nafninu mínu á þannig að ég var ekki lengi að skjótast á eftir þeim. Svo bættist við í þeim kaupum þessi æðislegi bolur.

Ég er mjög ánægð með buxurnar og bolinn og fannst það koma vel út saman. Þetta er svo þæginlegar buxur og mjög gott verð á þeim líka. Mæli með að drífa sig í að fjárfesta í þeim. Bolurinn kom í svörtu og hvítu líka.

Bolur og buxur: VILA

Skór: Steve Madden

Þið getið fylgst með mér á IG: beggaveigars

Þessi færsla er ekki kostuð

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.