Þá er ég loksins mætt aftur eftir að hafa tekið mér gott frí frá bloggskrifum í sumar. Alltaf nauðsynlegt að taka sér frí og njóta. Enda hefur sumarið liðið mjög hratt.

Mig hefur alltaf dreymt um síðan ég var lítil stelpa að eiga loðna bleika inniskó (ekki spyrja af hverju), það er bara eitthvað við þá. Svo um daginn eignaðist ég ótrúlega fallega og bleika inniskó og viti hvað, auðvitað voru þeir loðnir!

Inniskóna fèkk ég að gjöf

 Fullkomnir og mjúkir

Ég allavega elska þessa inniskó og hef notað þá mikið í sumar hérna heima því þeir eru mjúkir og þægilegir. Ekki skemmir líka hvað þeir eru hrikalega sætir, finnst þeir lang flottastir við gallabuxur. Inniskóna fékk ég hjá vefversluninni Mormo.is – mæli með að kíkja þangað því allar vörur eru á 50% afslætti.

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.