Rita Ora er 27 ára gömul og kemur frá Bretlandi. Hún er söng- og leikkona en ég held að hún sé meira í tónlistinni, enda á hún vel heima þar. Ég hef fylgst svolítið með henni síðustu tvö ár og verð alltaf meira hrifin af hennar tónlistar- og fatastíl hennar. Mér finnst hún vera litrík, töff, „chic“, ögrandi og þorir að vera hún sjálf! Hún er ofboðslega falleg og sérstök í útliti og með undurfagra söngrödd.

Litríkur stíll

Eins og myndirnar sýna er hún ansi litrík og sérstök þegar það kemur að stílnum. En mér finnst hún vera þessa týpa sem „púllar“ allt! Hún gæti farið í svartan ruslapoka og rokkað feitt í honum. Hún veitir mér mikinn innblástur þegar kemur að tísku og stíga út fyrir þægindarammann í fatavali.

Nýjasta lagið hennar, „Your song“ er æði og sannkallaður sumarsmellur, ég er allavega með það á repeat!

***

Instagram: beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.