Ég hef alltaf verið mikill laumuaðdáandi pilsa. Ég kaupi mér svo oft pils en einhvernveginn fíla ég mig aldrei nógu vel. En ég er mjög hrifin af maxi pilsum, sérstaklega plíseruðum og ég keypti eitt í H&M í vetur og hef notað það einu sinni, en nýlega tók ég eftir því að þau pils eru mikið í tísku núna og eru til í flestum búðum hérna heima. En ég sé ekki nógu marga í þeim. Þannig að ég ákvað að kíkja á Pinterest og finna hugmyndir af „outfittum.“

Ég er svo að fíla þessi „casual“ föt með pilsinu, finnst það mjög flott! Ég mun pottþétt nota þetta sem innblástur fyrir mitt lúkk og ætla meira segja að skella næst í dressfærslu með pilsinu mínu og einhverju skemmtilegu.

Secret Solstice er á næsta leiti og ég mæli klárlega með einu af þessum lúkkum!

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.