Ég er svo skotin í gallajökkum núna, en samt á ég ekki neinn! Enda er ég að leita af hinum fullkomna jakka fyrir mig. Mér finnst gallajakki gera svo mikið fyrir outfittið, hann passar við allt! Sama hvaða flík eða dress maður er í þá passar hann við. Ég er búin að vera að skoða á elsku Pinterest nokkrar týpur af jökkum og langar að deila því sem ég fann með ykkur.

Mér finnst allir þessir jakkar og dress sjúklega töff! Ég get hugsa mér að klæðast þessu öllu og ætla mér að gera það þegar ég finn hinn eina sanna gallajakka! :)

Hvað finnst ykkur?

***

Berglind

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.