Ég fékk nýja hettupeysu frá Ellingsen í afmælisgjöf í síðustu viku. Ég ákvað að kíkja í Ellingsen í dag og skoða búðina þar sem ég hafði aldrei farið inn í hana áður og það er bara heill hellingur af flottum fötum þar. Þar á meðal þessi peysa í nokkrum litum og svo splæsti ég í þennan jakka frá íþróttamerkinu Champion.

Ég er mjög mikið fyrir þægileg og flott föt. Ég elska að vera í gallabuxum og peysu eða skyrtu að ofan, svo finnst mér alltaf töff jakki gera rosa mikið fyrir „lookið.“

Jakki og peysa: Ellingsen

Buxur: Topshop

Skór: Skór.is

Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég mæli með að þið kíkið í Ellingsen og skoðið þessa skemmtilegu búð!

***

Berglind

Instagram: beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.