Færslan er unnin í samstarfi við Úr & Gull í Firðinum í Hafnarfirði

Já þið lásuð rétt. Í tilefni sumardagsins fyrsta ætlum við í samstarfi við Úr & Gull að gefa einum heppnum fylgjanda okkar nýtt úr frá Daniel Wellington og armband í stíl.

Nýlega kom Daniel Wellington fram með nýja línu og nefnist hún Classic Petite Collection. Úrin eru framleidd úr stáli og eru mun fíngerðari en klassíska línan þeirra. Úrin eru fáanleg í fjórum gerðum. Rósagyllt ól með hvítri eða svartri skífu & silfur ól með hvítri eða svartri skífu. Síðan er hægt að fá armband í stíl við ólina.

Ég var svo heppin að fá nýja úrið að gjöf og ég valdi mér rósagyllt með svartri skífu og armband í stíl. Ég er svo ánægð með úrið og hef ekki tekið það af mér. Úrið er mjög þægilegt og ólin rífur ekki í hárin eins og aðrar ólar eiga til að gera, sem er mjög mikill kostur. Það sem ég heillast mest við úrið er hvað það er stílhreint og klæðilegt. Armbandið er svo fallegt við og finnst mér það líka eitt og sér mjög flott.

Leikurinn fer fram á Facebookarsíðu Pigment.is 

Eigið góðan sumardag fyrsta

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.