Ég var að koma úr frábæri ferð til Tallinn þar sem ég ásamt Kevin Murphy teymið sáum um hárið fyrir Tallinn Fashion Week.

Monton er hönnuður í Tallinn sem var með sýningu og mig langaði til þess að sýna ykkur hönnunina hennar en línan hennar ber nafnið Duality. Hún skiptist í tvo parta og er skemmtilegt að segja frá því að fyrsti hlutinn heitir Ísland og heyrum við meðal annars lagið krummi svaf í klettagjá. Íslandslínan hennar er stílhrein og einföld. Svart og hvítt og ég elska sérstaklega sokkana sem öll modelin eru í. Höfuðskrautið sem þau eru með er origami listaverk gert úr pappir og plasti.


Annar hlutinn heitir Kúba og eru fötin í takti við Kúbu, litrik og lífleg. Blóm sem höfuð skraut og mikil hreyfing í fötum og hári.

Hún vildi setja saman þessar tvær ólíku eyjur þar sem fatnaður og munstur koma saman og mynda ákveðin karakter á sinn veg.

Við Íslendingar erum alltaf stolt af hver við erum og elskum okkar land. Það er alltaf gaman þegar einhver nefnið Ísland eða hefur komið til landsins eða er að spá í að heimsækja okkur. Mér finnst við dugleg að tala um okkur sjálf og vekja áhuga á litla landinu okkar og er ótrúlega gaman að sjá að hönnuðir eins og Monton taki okkar land sem þema í hlut af Fashion Week línu.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa