Hver elskar ekki að klæðast flottum leðurjakka?

Ég gleymi því aldrei þegar ég eignaðist minn fyrsta alvöru leðurjakka 15 ára gömul. Hann var svo flottur og ég upplifði mig sem mikla skvísu í honum. Eftir því sem ég gekk meira í honum að þá fór leðrið að mýkjast með árunum og hann varð alltaf flottari og flottari.

Síðan þá hef ég alltaf verið mikil leðurjakka týpa og hef átt nokkra í gegnum árin. Ég nota leðurjakka allan ársins hring og nota þá mikið hversdagslega og við fín tilefni. Mér finnst þeir aldrei klikka.

Í dag sé ég ekkert annað en alvöru oversized leðurjakka og dreymir mig um einn slíkan. Það væri algjör draumur að detta inn á hinn fullkomna oversized leðurjakka en fyrst þarf ég að finna hann og held áfram að leita.

Allar myndir af Pinterest.com
Það er bara eitthvað við þessa blessaða leðurjakka sem dregur fram töffarann í öllum og getum við verið sammála um að þeir eru ekkert að fara úr tísku. Þeir eru komnir til að vera.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.