Ég keypti mér nokkra hluti af netinu, nánar tiltekið af Ali Express þegar Single’s day eða 11/11 dagurinn var um daginn.

Þar á meðal voru ótrúlega sniðugir hlutir eins og Bluetooth hátalari og nokkrar flíkur sem mig langaði að sýna ykkur.

dsc00134-2

Ég keypti mér sólgleraugu sem ég er ótrúlega ánægð með. Þau komu vel innpökkuð og með fylgdi sólgleraugnabox, klútur og svo poki fyrir gleraugun.

dsc00131-2

Svo er það þessi peysa sem ég er alveg ástfangin af. Hún er frekar stór og nær yfir rassin svo ég get verið í leggings undir. Hún er líka silkimjúk! Hún er með siffón yfir ermunum sem gera þær stórar og púffaðar.

dsc00126-2 dsc00127

Þennan jakka keypti ég líka af sama aðla. Hann er þunnur og víkkar út að neðan, ermarnar á honum eru með palíettum og siffón.

dsc00192-2Kisa mín hún Mína vildi vera með á myndinni .. hún var ánægð með kaupin.
dsc00196

Ég er ótrúlega ánægð með þessi kaup. Hérna eru línkarnir (föt og sólgleraugu) ef þið viljið skoða meira. Ég reyni alltaf að mæla mig vel og athuga hvernig mælingar hver og einn seljandi notar. Stundum þarftu 1-2 númerum stærra en þú ert vön að kaupa.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum vð á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa