Við leitum að nýjum tískubloggara til að slást í hópinn með okkur! Viðkomandi verður að hafa brennandi áhuga á tísku og öllu því sem henni við kemur, ásamt því að vera vel máli farin og hafa áhuga á skrifum. Ekki er verra ef manneskjan er einnig með gott auga fyrir fallegum myndum og er sjálfri sér samkvæm.

7761f186d2032532a75d3e6e5baeb3dd
Mynd: Bloglovin.com

Pigment.is opnaði í nóvember 2015 og hefur farið stækkandi síðan. Við erum sífellt að bæta við okkur þekkingu og þroskast sem bloggarar og einstaklingar. Við stefnum á að halda áfram að stækka árið 2016 og viljum því auka við fjölbreytileika okkar sem bloggsíðu.

tumblr_o3w3ehqbtu1rw6qgao1_500

Ef þú hefur áhuga á skrifa með okkur, sendu þá endilega póst á pigment@pigment.is með upplýsingum um þig ásamt mynd :) Einnig tökum við fram að strákar væru auðvitað velkomnir í liðið og mega endilega senda inn umsóknir!

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is