Ég er ekki enn búin að kaupa mér jóladress, en ég get ímyndað mér að það muni samanstanda af einhverju sem ég get þá líka notað í önnur jólaboð og um áramót.

Mynd: Thissillygirlslife.com
Mynd: Thissillygirlslife.com

Mig langar helst í eitthvað sem glitrar á meðan það þarf líka að vera praktískt og vel notanlegt aftur, þar sem að mér finnst fátt sorglegra en að fá mér flíkur sem ég get bara notað einu sinni.

Mynd: Srtrends.com
Mynd: Srtrends.com

Ég tók saman nokkrar flíkur bæði hérlendis og erlendis, sem mér finnst æðislegar og gæti vel hugsað mér að eignast í desember. Þá tekur valkvíðinn við!


Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is