Veturinn er kominn í öllu sýnu veldi, með nýjum áherslum og straumum. Það sem er í uppáhaldi hjá mér þessa stundina eru fallegar slár, leðurflíkur, kápur og treflar. Verslanirnar í dag bjóða upp á mikið úrval af þessum flíkum, en ég versla oftast VILA, GS Skór, Gallerí Sautján og Cintamani. Hér er brot af því besta, bæði það sem ég hef keypt mér undanfarið og sem eru á óskalista.

12193572_1094176977260054_504043398016862390_n

 

Þessi gullfallega Viliza skyrta úr VILA verður komin í fataskápinn von bráðar, en hún er fullkomin yfir buxur og leggings. Einnig er hægt að nota hana undir fallegar peysur og jakka. Fæst í verslunum VILA.

Dr. Martens
Dr. Martens

 

Ég hef alltaf verið mikill Dr.Martens aðdáandi, sem og „sökker“ fyrir góðum ökklastígvélum. Þessir eru frábærir fyrir veturinn, en þeir eru fóðraðir að innan og úr leðri. Þeir eru til í fleiri litum og fást í GS Skór.

VILA buxur
VILA buxur

 

Þessar Vicommit buxur verða allir að eignast, ekki bara fyrir veturinn! Sjálf á ég tvennar, en ég geng í þeim við allt; allar síddir af peysum og bolum, kjóla, vesti og svo mætti lengi telja. Þetta er ein af þessum lykilflíkum sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án. Þær eru mjúkar og gefa aðeins eftir svo ég mæli með því af fenginni reynslu að taka þær frekar þrengri en víðari til að byrja með. Fást í verslunum VILA.

MOSS bolur
MOSS bolur

 

Af því sem ég versla í Sautján, er MOSS línan oftast fyrir valinu. Þennan fékk ég mér á dögunum, en hann er dásamlega fallegur. Gengur við margt og það er hægt að dressa hann bæði upp fyrir djammið og niður fyrir skóla eða vinnu. Fæst í Gallerí Sautján.

Lára regnkápa
Lára regnkápa

 

Regnkápan Lára úr Cintamani er á óskalistanum mínum um þessar mundir, en hún fæst bæði í gulu og dökkbláu. Íslenski veturinn er nefnilega þannig gerður að honum fylgir ekki bara snjór og kuldi, heldur líka slydda og rigning. Til þess að gera hana hlýjari er þá bara hægt að nota góða peysu undir. Fæst í Cintamani.

12193540_1094176727260079_2578615037327189703_nEitt af því sem er „must have“ í vetur, eru svartir rúllukraka bolir eða bolir með háum kraga. Þessi er með smá hátíðarívafi og heitir Lola úr VILA. Hann hentar ótrúlega vel við fínni tilefni, en líka daglega við jakka og vesti. Fæst í versunum VILA.

Elma Tolli úlpa

 

Þessi er líka á óskalistanum! Dásamleg Elma Tolli dúnúlpa frá Cintamani. Vetrarúlpurnar frá merkinu eru hver annarri fallegri, í ótrúlegum gæðum og endast vel. Það segir sig sjálft að maður þarf að eiga góða úlpu í vetur. Fæst í Cintamani.

11223327_1094176857260066_8529922540569134081_n

 

Stórir treflar eru ómissandi fylgihlutur. Ég er ótrúlega veik fyrir fölbleikum og þessi trefill er fullkominn, enda er hann ofarlega á óskalistanum þessar vikurnar! Hann heitir Vikirama og er úr VILA.

Frekari upplýsingar um allar vörurnar má finna í verslunum og á heimasíðum þeirra.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is