Færeyjar voru heimsóttar í sumar og langar mig að segja ykkur í þessari færslu frá minni upplifun af veitingastaðnum KOKS sem hefur hlotið Michelin stjörnu. Staðurinn bíður upp á mjög skemmtilega og eftirminnanlega upplifun sem ég mun ekki gleyma.

Veitingastaðurinn notast helst við sjávarfang og síðan lambakjöt að færeyskum hætti. Færeyjar er lítill eyjaklasi einsog við vitum flest og hefur því hafið veitt þjóðinni fæðu um aldanna rás. Veitingastaðurinn notast við sögu þjóðarinnar og býður upp á hefðbunda Færeyska rétti.

KOKS er staðsettur svolítið ,,in middle of nowhere“ ef má segja sem svo, vorum um það bil 25 mínútur að keyra frá Tórshavn að fyrsta áfangastað. Húsnæðið sem heldur utan um veitingastaðinn minnti mig ótrúlega mikið á gamlan torfbæ einsog við Íslendingar þekkjum vel. Réttirnir sem við fengum voru 18 talsins með forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Hægt er að kaupa safa eða vín pörun með. Verðin eru að finna hér í dönskum krónum.

Forrétturinn

Við mættum á staðinn stundvíslega og var tekið á móti okkur og boðið inn í þennan litla ,,skúr“ þar sem við fengum forréttinn. Forrétturinn var hefðbundinn færeyskur réttur sem kallast Føroyskur borðfiskur sem er harðfiskur og hvalkjöt.

Eftir forréttin í skúrinum vorum við ekin á Land Rover jeppa í óbyggðir, yfir áir og hóla til að komast að aðal veitingastaðnum, aksturinn tók um það bil 5 mínútur. Umhverfið í kringum var svo fallegt og grænt.

Aðalréttirnir

Eins gott að ég var mjög svöng þar sem það biðu mín margir smáréttir. Réttirnir voru mestmegnis úr hafinu og var mjög ferskur. Hér fyrir neðan er aðeins brot af þeim réttum sem voru framreiddir. Við bættum við safa pörun og fengum við alls 8 safa. Einnig er möguleiki að fá vín pörun en við ákváðum að fara í safann þar sem við vorum á bíl.

Fyrsti safinn

Flestir safarnir voru unaðslegir og sérstaklega fyrsti. Fyrsti safinn var einstaklega góður og ferskur. Drykkurinn er blanda af Humlu og Kombucha. Virkilega góður og var eiginlega einsog maður væri að drekka mjög góðan bjór.

Þarna var kósý að sitja með kallinum og snæða.

Sjávarfang er ferskt og virkilega hollt. Við gáfum tíma að njóta matarins og var þjónustan einstaklega góð. Þjónarnir voru margir og stundum komu tveir með hvern rétt. Fengum útskýringar um réttinn og eldunaraðferðir og jafnvel söguna.

Hörpuskelin var ótrúlega fersk og mjúk.
Ígulker kom á óvart. Mjög gott.
Skerpikjøt

Skerpikjøt er þekktur færeyskur réttur. Skerpikjøt er lambakjöt sem hefur fengið að hanga og þorna í nokkra mánuði. Margar sögusagnir eru í kringum þennan rétt og fékk ég að heyra að kjötið væri úldið. Ég gaf heiðarlega tilraun og smakkaðist ótrúlega vel með djúpsteiktum mosa.

Humarinn fékk fullt hús stiga.
Krabbi og blaðlaukur.
Vætukarsi til að hreinsa bragðlaukana.

Það var flest á matseðlinum sem var mjög gómsætt. Garnatálg var ekki eitt af því góða og bragðaðist mjög einkennilega. Garnatálg er fita innan úr görnum kindarinnar og var borið fram með ost og færesykum kexkökum. Þessi blanda hentaði mér ekki en kexkökurnar voru gómsætar. Nicklas var heppinn þarna að fá tvöfaldan skammt.

Garnatálg

Gledhilig jol – þessi réttur er hefðbundinn Jólamatur meðal Færeyinga sem kallast Ræskt kjøt og var borðið fram með vínbláberjum. Kjötið er lamb sem hefur fengið að hanga í um það bil 3 mánuði og síðan er það eldað í ofni. Þessi réttur var ekki að kitla mína bragðlauka og voru tvöföld jól hjá Nicklas.

Ræst Kjøt og Vínbláber
Skötuselurinn var mjúkur og seðjandi

Eftirréttur

Eftir alla réttina var komið að aðal málinu, eftirréttinum. Ég er mjög mikil eftirrétta týpa og finnst alltaf gott að fá sætt eftir matinn. VÁ þvílík bragðlaukaveisla. Var einhverskonar búðingur og var skreyttur með söl og bláberjum.

Til að toppa köldið fengum við kaffi í ,,betri stofunni“. Virkilega huggulegt að enda hið fullkomna stefnumót með ástinni.

Setustofan virkilega sjarmerandi og hugguleg.
Gott að enda yndislegt kvöld með kaffisopa.

Mæli hiklaust með KOKS ef þú átt leið til Færeyja. Veitingastaðurinn er í dýrar kantinum og er ástæða til. Veitingastaðurinn hefur hlotið Michelin stjörnu, þjónustan var til fyrirmyndar og mikið lagt í matinn og framreiðslu hans. Að borða á KOKS er allt öðruvísi upplifun en ég hef upplifað á öðrum veitingastað og ekki hægt að bera það saman. Þessi upplifun
veitir mér skemmtilega og góða minningu.

Mæli með að panta borð með fyrirvara og spyrjast þeir fyrir hvort
viðkomandi sé með óskir með mataræði, ofnæmi og þess háttar.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com