Nú er ég enginn uppeldissérfræðingur en sem stjúpmóðir og móðir velti ég ýmsu uppeldistengdu fyrir mér daglega. Einhvern tíma heyrði ég að ekki mætti hrósa börnum of mikið. Frekar ætti að spara hrósin þar til að nógu gott tilefni gæfist til að gefa þau. Annars yrðu börnin snælduvitlaus, héldu að þau væru einhvers konar ofurhugar og mögulega næsti Albert Einstein.

Mynd: Pinterest

Með öðrum orðum, börnin ættu í hættu á að ofmetnast. Gott og blessað. Ég er vön að gefa stelpunum mínum mikið hrós og finnst þær í hverju tilfelli eiga það hrós skilið. Þegar sú eldri (Matta) teiknar mynd og sýnir mér afraksturinn þá hrósa ég henni fyrir að hafa lagt sig fram við að gera þessa fínu mynd. Hún gengur allra jafna hreykin frà verki og bætir sig stöðugt í myndlistinni.

Matta mín

Stundum fær hún í sig „púka“ og krotar yfir allt blaðið og spyr hvað mér finnst, þá segi ég eins og er: ,,Ég veit að þú getur gert fallegri mynd en þetta, það er miklu skemmtilegra að vanda sig, nema að þig langi bara að krota þà màttu gera það mín vegna, stundum langar mann bara að krassa á blaðið.” Yfirleitt líst henni ekki nógu vel à þessar athugasemdir og drífur sig í að gera betur en ég hef aldrei nokkurn tíma haft það í mér að tempra hrósið verulega við barnið mitt þegar það hefur unnið hörðum höndum að því að gera handa mér vandaða mynd og segja eitthvað í líkingu við: ,,Þetta er àgæt mynd hjá þér..“ Frekar segi ég: ,,Vááá varstu að gera svona flotta mynd!! Hún er æðisleg, má ég hengja hana upp?“ Og mig langar það í alvöru því mér þykir svo vænt um þessar gjafir en fæ það því miður ekki alltaf því að þà kannski skemmist listaverkið, segir Matta.

En allt hefur þetta áhrif, hvernig við komum fram við börnin okkar. Staðreyndin er sú að börnin koma fram við okkur eins og við komum fram við þau því þau líta upp til okkar. Af þessu leiðir að Matta kann að gefa góð hrós og làta manni líða vel með sjàlfan sig. Eitt dæmi um það er þegar ég var að raða inn í skápana inni hjá Möttu, og hún segir: ,,Mamma, ertu að raða inn í skápinn hjá mér?“ Jà ég er eitthvað að reyna það segi ég.. ,,Mamma.. þetta er rosalega flott raðað hjá þér, þú ert greinilega að vanda þig að raða!“

Èg var pínulítið hissa enda er hún enn à leikskóla en hún kann að gefa mér hrós sem kemur frá hjartanu. Það hlýjar mér um hjartarætur.

Snapchat: annyr

Instagram: annayrmakeupartist

Þangað til næst,

 

 

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla