Ég er mjög líklega ekki ein um það að finnast erfitt að finna gjöf fyrir makann. Menn geta verið stundum of einfaldir og erfitt er að finna gjöf við hæfi. Vil einnig minna á færsluna: Láttu velja gjafirnar fyrir þig eftir Gunnihildi Birnu. Virkilega hentug og fljótleg leið til þess að gera gjafainnkaupin.

Sjálf elska ég að gefa gjafir og finna réttu gjafirnar. Ég reyni að vera hugmyndarík þegar kemur að gjafavali. Persónulegar gjafir eru bestar að mínu mati en stundum getur verið erfitt að finna þannig gjafir og er gott að geta fengið hugmyndir frá öðrum. Ég setti saman smá óskalista og eru nokkrir hlutir á óskalistanum hjá mínum manni.

 1. Rains bakpoki
  Bakpokinn hentar vel fyrir íslenskt veðurfar þar sem bakpokinn er gerður úr vatnsheltu efni. Einnig hentur fyrir bátsferðir og jafnvel útilegurnar eða útihátíðarnar í sumar.
 2. Mini bar.
  Virkilega skemmtileg útfærsla af mini bar og væri minn maður virkilega til í einn svona úti í bílskúr.
 3. Daniel Wellington úr
  Úrin frá Daniel Wellington er klassísk gjöf sem hentar mörgum eða ekki bara flestum. Hönnunin er stílhrein og kemur í þægilegum stærðum. Daniel Wellington úrin fást í mörgum skartgripaverslum um landið.
 4. Veiðistöng fyrir sumarveiðina
  Klassísk gjöf fyrir þá sem eru mikið að sinna veiðum.
 5. Upplifun
  Ein af uppáhalds gjöfunum sem ég gef er upplifun. Ég stalst um daginn til að gefa Nicklas smá fyrirfram gjöf og voru það miðar á Mettallica tónleika. Það kom honum virkilega á óvart.
 6. Bjórsmökkun
  Frábær gjöf fyrir bjór unnendur. Ölgerðin býður uppá Bjórskóla í Gestastofu Ölgerðarinnar. Hef bara heyrt góða hluti frá þeirri upplifun.
 7. ROUGH.RIDER
  ROUGH.RIDER frá KEVIN.MURPHY er mattur og rakagefandi leir sem gefur stíft hald. Leirinn er mjúkur og auðvelt að móta hárið með.
 8. STIMULATE-ME.WASH
  Er frábært sjampó einnig frá KEVIN.MURPH og hentar vel fyrir herra og sérstaklega þá sem eru að nota efnir til að móta hárið. Sjampóið frískar upp á hársvörðinn og hefur endurnærandi áhrif.
 9. 66° Norður Öxi
  Léttur og laggóður jakki sem hentar vel fyrir þá sem þola ekki þykkar flíkur.
 10. Leður Svunta
  Falleg og öðruvísi svuntur. Áhugamenn í eldhúsinu verða að eignast svona svuntu.
 11. Sous vide eldunarpottur
  Þessi vara er mikið trend um þessar mundir. Þægileg gjöf fyrir þá sem hafa ekki tíma í að standa lengi í eldhúsinu.
 12. Verkfæra geymsla
  Ef verkfæra geymslan er í mikilli óreiðu þá er svona verkfærageymsla mjög hentug.
Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com