AÞENA 2014

MIÐBÆR AÞENU 

ACROPOLIS 

Arkitektúrinn þarna er náttúrulega alveg magnaður! Það var ótrúlegt að labba upp að Acropolis og horfa yfir borgin. Við röltum um miðbæ Aþenu og hoppuðum upp í einhverjar litla lest sem fór með okkur einhvern túrista hring, en það var alveg nóg fyrir mig. Þó svo að mér hafi fundist gamana að sjá þær rústir sem eftir voru þá varð ég fyrir vonbrigðum með borgina. Allt sem ég hafði lesið um grísku guðina og allar þær sögur sem ég hafði heyrt höfðu gefið mér þessa ótrúlegu fallegu mynd af borginni, en þegar ég kom þá var allt svo skítugt eitthvað. Það voru hermenn útum allt í miðbænum og brynjuvarðar lögreglu rútur, eitthvað sem ég hafði ekki séð fyrir mér. En Acropolis stóðst allar mínar væntingar og meira til, það var nákvæmlega þannig sem ég hafði ímyndað mér Aþenu. Mín skoðun er sú að Aþena er góður staður til að stoppa í einn tvo daga og halda svo áfram, hvort sem það er til einhverja af grísku eyjunum eða annar stðar í Grikklandi.
Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.