Image result for on the run tour PHOTOS

ON THE RUN II Í KÖBEN 23.JÚNÍ

Ég hét því eftir að hafa horft á On The Run Tour, að ef þau væru einhverntímann aftur með tónleika þá mundi ég ekki láta mig vanta. Viti menn! Fyrir nokkrum dögum póstaði Beyoncé á Instagram að On The Run II færi af stað í sumar. Ég fór beinustu leiði inn á www.beyonce.com til að athuga hvar tónleikarnir yrðu og hvenær miðarnir færu í sölu.

Related image

Þar var hægt að skrá sig í klúbb til að komast í pre-sale miða en í dag fékk ég einmitt meil um að ég gæti keypt miða á tónleikana. Það er þó ekki búið að opna fyrir pre-sale á öllum áfangastöðum en það opnar 19.mars. Þannig ef þið eruð eitthvað að íhuga að fara á tónleikana þá mæli ég með að skrá ykkur inn á þessari síðu. En almenn miðasala fyrir þá miða sem er hægt að kaupa á pre-sale núna opnar ekki fyrr en 19.mars.

Image result for on the run tour PHOTOS

Ég er vandræðarlega spennt fyrir þessum tónleikum en mig hefur alltaf langað að fara á tónleika með Beyoncé og hvað þá Jay-Z – þvílíkt „power couple!“ Þetta verður tónleika sumar, en ég á líka miða á tónleika með Britney Spears í ágúst! Hér er video frá On The Run 2014.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.